Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 01:30 Þúsundir hafa flúið undan sókn stjórnarhersins. Vísir/AFP Fregnir hafa borist af umfangsmiklum fjöldamorðum á almennum borgurum í Aleppo í Sýrlandi. Varnir uppreisnar- og vígamanna í austurhluta borgarinnar hafa fallið saman á síðustu klukkustundum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir allan austurhluta borgarinnar nú í haldi stjórnarhers Bashar al-Assad og bandamanna hans. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til stjórnarhersins að verja almenna borgara. Hann tekur þó fram að SÞ hafi ekki staðfest fregnirnar. Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights hafa tugir verið teknir af lífi. Þar á meðal eru almennir borgarar, uppreisnar- og vígamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra. Jan Egeland, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í kvöld að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn hennar í Rússlandi bæru ábyrgð á öllum ódæðum sem stjórnarherinn og bandamenn þeirra fremja í borginni. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Í vesturhluta borgarinnar, sem hefur ávalt verið undir stjórn stjórnvalda frá því að styrjöldin hófst í Sýrlandi, fara íbúar fagnandi um götur Aleppo. Þau fagna því að nú líti út fyrir að átökunum í borginni sé að ljúka.Celebrating SAA progress in Aleppo. pic.twitter.com/wbOVkespnT— Military Advisor (@miladvisor) December 12, 2016 Íbúar í austurhluta borgarinnar hafa hins vegar sent frá sér örvæntingarfull skilaboð í dag. Þau hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið komi þeim til bjargar og lýst gífurlegum loftárásum og stórskotaliðsárásum sem hafa verið gerðar á borgina. Guardian segir frá því að loftárásirnar í dag (mánudag) hafi verið með þeim umfangsmestu á árinu. Einn hjúkrunarfræðingur sem Guardian ræddi við sagði föður sinn og bróður hafa dáið í stórskotaliðsárásum með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Hún sagðist ekki geta flúið þar sem stjórnarliðar líti á hana sem hryðjuverkamann fyrir að hafa sinnt störfum sínum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Í frétt Guardian segir að margir íbúar Aleppo sem blaðamenn hafi rætt við á undanförnum mánuðum hafi ekki svarað skilaboðum til þeirra í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fregnir hafa borist af umfangsmiklum fjöldamorðum á almennum borgurum í Aleppo í Sýrlandi. Varnir uppreisnar- og vígamanna í austurhluta borgarinnar hafa fallið saman á síðustu klukkustundum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir allan austurhluta borgarinnar nú í haldi stjórnarhers Bashar al-Assad og bandamanna hans. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til stjórnarhersins að verja almenna borgara. Hann tekur þó fram að SÞ hafi ekki staðfest fregnirnar. Samkvæmt Syrian Observatory for Human Rights hafa tugir verið teknir af lífi. Þar á meðal eru almennir borgarar, uppreisnar- og vígamenn og fjölskyldumeðlimir þeirra. Jan Egeland, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í kvöld að ríkisstjórn Sýrlands og bandamenn hennar í Rússlandi bæru ábyrgð á öllum ódæðum sem stjórnarherinn og bandamenn þeirra fremja í borginni. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Í vesturhluta borgarinnar, sem hefur ávalt verið undir stjórn stjórnvalda frá því að styrjöldin hófst í Sýrlandi, fara íbúar fagnandi um götur Aleppo. Þau fagna því að nú líti út fyrir að átökunum í borginni sé að ljúka.Celebrating SAA progress in Aleppo. pic.twitter.com/wbOVkespnT— Military Advisor (@miladvisor) December 12, 2016 Íbúar í austurhluta borgarinnar hafa hins vegar sent frá sér örvæntingarfull skilaboð í dag. Þau hafa kallað eftir því að alþjóðasamfélagið komi þeim til bjargar og lýst gífurlegum loftárásum og stórskotaliðsárásum sem hafa verið gerðar á borgina. Guardian segir frá því að loftárásirnar í dag (mánudag) hafi verið með þeim umfangsmestu á árinu. Einn hjúkrunarfræðingur sem Guardian ræddi við sagði föður sinn og bróður hafa dáið í stórskotaliðsárásum með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Hún sagðist ekki geta flúið þar sem stjórnarliðar líti á hana sem hryðjuverkamann fyrir að hafa sinnt störfum sínum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Í frétt Guardian segir að margir íbúar Aleppo sem blaðamenn hafi rætt við á undanförnum mánuðum hafi ekki svarað skilaboðum til þeirra í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira