Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2016 15:43 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira