Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 10:18 Donald Trump og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/EPA Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“. Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Stjórnvöld Kína hafa lýst yfir verulegum áhyggjum vegna ummæla Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin þurfi ekki að vera bundin „Eitt- Kína“ stefnunni. Kínverjar biðja Trump um að gera sér grein fyrir því hve viðkvæm málefni Taívan eru. Þeir segja stefnuna vera hornsteininn í samskiptum sínum við Bandaríkin. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Trump tók við símtali frá forseta Taívan og var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Trump segir símtalið ekki hafa verið sérstaklega skipulagt, en því hefur verið haldið fram af fjölmiðlum ytra.Sjá einnig: Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytinguTrump segist ekki vilja taka við skipunum frá Kína og að ljóst sé að Bandaríkin þurfi að semja við Kína um ýmis málefni eins og viðskipti og tolla.Utanríkisráðuneyti Kína segir samstarf við Bandaríkin ómögulegt ef þeir viðurkenni ekki tilkall Kína til Taívan. Þeir segjast ekki ætla að leyfa Trump að nota málefni Taívan sem skiptimynt í viðræðum um einhver af þeim fjölmörgu málum sem ríkin tvö hafa verið að ræða að undanförnu eins og viðskipti, tölvuárásir og Suður-Kínahaf. „Að viðhalda meginreglunni um eitt Kína er grundvöllur sambands Kína og Bandaríkjanna,“ sagði Geng Shuang, talsmaður ráðuneytisins, við blaðamenn. „Ef sá grundvöllur er skemmdur, eða ekki til staðar, er hin heilbrigða þróun sambands Kína og Bandaríkjanna og samvinna í mikilvægum málefnum út úr myndinni.“ Hann sagði einnig að jákvætt samband Kína og Bandaríkjanna væri ekki einungis mikilvægt fyrir ríkin tvö, heldur einnig fyrir „frið, stöðugleika, þróun og velmegun í Kyrrahafsríkjum Asíu og á alþjóðavísu“.
Donald Trump Suður-Kínahaf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent