Enn sætara í annað skiptið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2016 06:00 Gylfi Þór með verðlaunagripinn. mynd/vilhjálmur siggeirsson Eftir frábært íslenskt íþróttaár 2016 þar sem ótal afrek voru unnin í mörgum greinum voru margir til kallaðir þegar Samtök íþróttafréttamanna völdu Íþróttamann ársins. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður í íslenska landsliðinu og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, varð fyrir valinu en hann fékk 430 stig af 480 mögulegum í kjörinu. Gylfi Þór var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013 og bætist því í hóp Ásgeirs Sigurvinssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen sem eru einu knattspyrnumennirnir sem hafa tvívegis hlotið sæmdarheitið. „Ég var afar stoltur og ánægður þegar ég fékk þessi verðlaun í fyrsta skiptið en það er enn skemmtilegra og sætara nú. Eftir að hafa unnið þetta einu sinni vill maður auðvitað vinna þetta aftur,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson kampakátur í samtali við Fréttablaðið.Sumarið sem aldrei gleymist Hann segist afar stoltur af því að hafa verið útnefndur Íþróttamaður ársins á svo viðburðaríku íþróttaári og því sem nú er að líða. „Það er úr mjög mörgum afrekum að velja og árið hefur verið frábært fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Gylfi sem hefur sjálfur notið mikillar velgengni á árinu persónulega, þrátt fyrir heldur slæmt gengi félagsliðs hans, velska liðsins Swansea. „Mér sjálfum hefur gengið afskaplega vel og ég hef verið duglegur að skora og gefa stoðsendingar. En liðinu hefur að sama skapi ekki gengið nógu vel og þá sérstaklega upp á síðkastið. Það er skrítið og dregur aðeins úr tilfinningu minni fyrir þessu ári. En sumarið í Frakklandi með landsliðinu er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Það var frábær tími,“ segir hann. Þjóðin var heltekin af gengi Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi. Okkar menn komust upp úr sínum riðli eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France og sló svo England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar í Nice. Árangur liðsins vakti heimsathygli og gerir enn. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu stórt og mikið afrek þetta var á meðan á mótinu stóð. Auðvitað gerði maður sér grein fyrir því að þetta myndi vekja eftirtekt en það er ekki fyrr en að maður skoðar myndir og myndbönd frá mótinu að maður gerir sér grein fyrir umfanginu. Þetta var bara æðislegt og þvílíkt afrek fyrir liðið og okkur öll,“ segir Gylfi sem segir auðvitað löngunina mikla í að endurtaka leikinn og komast aftur á stórmót.Ekki að hugsa mér til hreyfings Sem fyrr segir hefur Gylfi skilað af sér mikilvægu framlagi til Swansea á árinu sem er að líða. Hann átti stærstan þátt í því að liðið hélt sæti sínu í deildinni í vor og hefur verið potturinn og pannan í leik liðsins á yfirstandandi tímabili. Gylfi Þór hefur skorað fjórtán mörk í 34 deildarleikjum á árinu og bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen sem hafði verið markahæsti leikmaður Íslands í ensku úrvalsdeildinni á almanaksári eftir að hafa skorað þrettán mörk fyrir Chelsea árið 2002. „Ég er stoltur af því, sérstaklega þar sem ég spila á miðjunni í liði sem hefur verið í basli allt árið,“ segir Gylfi sem segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir slæma stöðu Swansea. Þó vilja margir sjá hann spreyta sig á stærra sviði og hann neitar því ekki að það vilji hann líka. „Allir vilja spila hjá stærstu klúbbunum og ég er engin undantekning. Mig dreymir um að komast aftur í Evrópukeppnina og spila í Meistaradeild Evrópu. En það verður að bíða. Ég er með mitt markmið og langar til að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Mér finnst að ég þurfi að skila því af mér til liðsins og er því ekki að hugsa mér til hreyfings,“ segir hann.Toppnum ekki náð Árið 2016 var risastórt ár á ferli Gylfa. En getur hann toppað árið og gert enn meira, hvort sem er með landsliði eða félagsliði? „Ég var einmitt að ræða þetta við pabba minn sem sagði að það yrði erfitt að toppa þetta, bæði út af EM og hversu vel mér hefur gengið að skora. En ég sagði honum að ég vildi bæta um betur og það er nú markmið mitt, að gera jafn vel eða enn betur á komandi árum.“ Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Eftir frábært íslenskt íþróttaár 2016 þar sem ótal afrek voru unnin í mörgum greinum voru margir til kallaðir þegar Samtök íþróttafréttamanna völdu Íþróttamann ársins. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður í íslenska landsliðinu og leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, varð fyrir valinu en hann fékk 430 stig af 480 mögulegum í kjörinu. Gylfi Þór var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013 og bætist því í hóp Ásgeirs Sigurvinssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen sem eru einu knattspyrnumennirnir sem hafa tvívegis hlotið sæmdarheitið. „Ég var afar stoltur og ánægður þegar ég fékk þessi verðlaun í fyrsta skiptið en það er enn skemmtilegra og sætara nú. Eftir að hafa unnið þetta einu sinni vill maður auðvitað vinna þetta aftur,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson kampakátur í samtali við Fréttablaðið.Sumarið sem aldrei gleymist Hann segist afar stoltur af því að hafa verið útnefndur Íþróttamaður ársins á svo viðburðaríku íþróttaári og því sem nú er að líða. „Það er úr mjög mörgum afrekum að velja og árið hefur verið frábært fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Gylfi sem hefur sjálfur notið mikillar velgengni á árinu persónulega, þrátt fyrir heldur slæmt gengi félagsliðs hans, velska liðsins Swansea. „Mér sjálfum hefur gengið afskaplega vel og ég hef verið duglegur að skora og gefa stoðsendingar. En liðinu hefur að sama skapi ekki gengið nógu vel og þá sérstaklega upp á síðkastið. Það er skrítið og dregur aðeins úr tilfinningu minni fyrir þessu ári. En sumarið í Frakklandi með landsliðinu er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Það var frábær tími,“ segir hann. Þjóðin var heltekin af gengi Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi. Okkar menn komust upp úr sínum riðli eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France og sló svo England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar í Nice. Árangur liðsins vakti heimsathygli og gerir enn. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu stórt og mikið afrek þetta var á meðan á mótinu stóð. Auðvitað gerði maður sér grein fyrir því að þetta myndi vekja eftirtekt en það er ekki fyrr en að maður skoðar myndir og myndbönd frá mótinu að maður gerir sér grein fyrir umfanginu. Þetta var bara æðislegt og þvílíkt afrek fyrir liðið og okkur öll,“ segir Gylfi sem segir auðvitað löngunina mikla í að endurtaka leikinn og komast aftur á stórmót.Ekki að hugsa mér til hreyfings Sem fyrr segir hefur Gylfi skilað af sér mikilvægu framlagi til Swansea á árinu sem er að líða. Hann átti stærstan þátt í því að liðið hélt sæti sínu í deildinni í vor og hefur verið potturinn og pannan í leik liðsins á yfirstandandi tímabili. Gylfi Þór hefur skorað fjórtán mörk í 34 deildarleikjum á árinu og bætti þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen sem hafði verið markahæsti leikmaður Íslands í ensku úrvalsdeildinni á almanaksári eftir að hafa skorað þrettán mörk fyrir Chelsea árið 2002. „Ég er stoltur af því, sérstaklega þar sem ég spila á miðjunni í liði sem hefur verið í basli allt árið,“ segir Gylfi sem segist ekki vera að hugsa sér til hreyfings þrátt fyrir slæma stöðu Swansea. Þó vilja margir sjá hann spreyta sig á stærra sviði og hann neitar því ekki að það vilji hann líka. „Allir vilja spila hjá stærstu klúbbunum og ég er engin undantekning. Mig dreymir um að komast aftur í Evrópukeppnina og spila í Meistaradeild Evrópu. En það verður að bíða. Ég er með mitt markmið og langar til að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Mér finnst að ég þurfi að skila því af mér til liðsins og er því ekki að hugsa mér til hreyfings,“ segir hann.Toppnum ekki náð Árið 2016 var risastórt ár á ferli Gylfa. En getur hann toppað árið og gert enn meira, hvort sem er með landsliði eða félagsliði? „Ég var einmitt að ræða þetta við pabba minn sem sagði að það yrði erfitt að toppa þetta, bæði út af EM og hversu vel mér hefur gengið að skora. En ég sagði honum að ég vildi bæta um betur og það er nú markmið mitt, að gera jafn vel eða enn betur á komandi árum.“
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti