Vinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016 nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 10:30 Kaupmannahöfn og Lundúnir eru vinsælustu áfangastaðir Íslendinga. Vísir/Vilhelm Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16
55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59