Kerry sendir Netanyahu tóninn á síðustu metrunum í valdatíð sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:06 John Kerry er starfandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira