Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Hafliði Helgason skrifar 28. desember 2016 09:45 Sala Landsbankans á Borgun vakti mikla athygli og hafði að lokum þær afleiðingar að Steinþór Pálsson lét af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Stefán Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun fékk þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2016 að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun og skömmu síðar lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Gagnrýni á söluna komst í hámæli þegar í ljós kom að kaupendur að hlut Landsbankans fengu í sinn hlut mikinn söluhagnað vegna eignarhlutar Borgunar í Visa Europe þegar það var selt til Visa Inc. Landsbankinn hafði ekki tryggt sér valrétt að eignarhlutnum eins og gert hafði verið við sölu á Valitor. Fram kom í ummælum dómnefndarfólks Markaðarins að salan hefði verið ógagnsæ. Setja hefði átt Borgun í opið söluferli og að ekki hafi verið vandað nægjanlega til verka. Önnur viðskipti sem tilnefnd voru sem verstu viðskipti ársins voru Brúnegg þar sem í ljós kom að aðbúnaður hænsnfugla var langt frá því að vera fullnægjandi miðað við markaðssetningu vörunnar sem vistvænnar. Þá var einnig nefnd sala Lindarhvols sem fer með eignir ríkisins í Klakka. Þar nefndu dómnefndarmenn ógagnsæi og ófagleg vinnubrögð við söluna sem drægju úr trúverðugleika viðskiptalífsins. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun fékk þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2016 að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun og skömmu síðar lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Gagnrýni á söluna komst í hámæli þegar í ljós kom að kaupendur að hlut Landsbankans fengu í sinn hlut mikinn söluhagnað vegna eignarhlutar Borgunar í Visa Europe þegar það var selt til Visa Inc. Landsbankinn hafði ekki tryggt sér valrétt að eignarhlutnum eins og gert hafði verið við sölu á Valitor. Fram kom í ummælum dómnefndarfólks Markaðarins að salan hefði verið ógagnsæ. Setja hefði átt Borgun í opið söluferli og að ekki hafi verið vandað nægjanlega til verka. Önnur viðskipti sem tilnefnd voru sem verstu viðskipti ársins voru Brúnegg þar sem í ljós kom að aðbúnaður hænsnfugla var langt frá því að vera fullnægjandi miðað við markaðssetningu vörunnar sem vistvænnar. Þá var einnig nefnd sala Lindarhvols sem fer með eignir ríkisins í Klakka. Þar nefndu dómnefndarmenn ógagnsæi og ófagleg vinnubrögð við söluna sem drægju úr trúverðugleika viðskiptalífsins.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22
Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04