Vefsíðan SITE Intel Group segir að í myndbandinu segist Amri hafa lýst yfir vilja að hefna þeirra múslima sem hafa fallið í loftárásum.
Amri var skotinn til bana í ítölsku borginni Milanó í nótt en hann er talinn um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag með þeim afleiðingum að tólf manns fórust og tugir særðust.
Faðir Amri segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að sonurinn hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu.
Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás.
Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.
Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín.
#ISIS' 'Amaq Agency released a video of #Berlin attacker Anis Amri pledging to group, declaring desire to avenge Muslims slain in airstrikes pic.twitter.com/RAlFbUMdfC
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) December 23, 2016