Sálfræðingur telur PISA-prófið gallað vegna hugtakaruglings Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2016 07:00 PISA-prófið þreyta grunnskólabörn og eru niðurstöður notaðar til að greina menntakerfi OECD-landanna. vísir/stefán Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00