Pútín situr á sér og bíður eftir Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi í Mexíkó árið 2012. vísir/epa Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira