Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2016 10:28 Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti á fundi leiðtoga G20-ríkjanna í haust. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur tilkynnt að hann haft beint þeim orðum til Vladimír Pútín Rússlandsforseta að reka 35 erindreka út landi - 31 úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg. AFP greinir frá þessu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að reka 35 erindreka rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Talsmaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafði áður greint frá að viðbrögð Rússa kæmu til með að valda bandarískum stjórnvöldum „töluverðum óþægindum“. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur tilkynnt að hann haft beint þeim orðum til Vladimír Pútín Rússlandsforseta að reka 35 erindreka út landi - 31 úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg. AFP greinir frá þessu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að reka 35 erindreka rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Talsmaður Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafði áður greint frá að viðbrögð Rússa kæmu til með að valda bandarískum stjórnvöldum „töluverðum óþægindum“. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45