VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku hörður ægisson skrifar 5. janúar 2017 17:32 Kaupverðið á 22 prósenta hlut nemur um 1.650 milljónum. Vísir/Anton Brink Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.650 milljónum króna, samkvæmt heimildum Vísis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Fyrir eru í hluthafahópi Kviku banka tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í síðasta mánuði á meðan félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti um sjö prósenta hlut. Kaupin voru gerð aðeins nokkrum dögum eftir að stjórnir Kviku og Virðingar höfðu undirritað viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Óvíst er hvað kaup VÍS á stórum eignarhlut í Kviku muni hafa fyrir boðaða sameiningu fjárfestingabankans og Virðingar. Miðað við kauptilboð VÍS er gert ráð fyrir að tryggingafélagið kaupi hlutabréfin í Kviku á genginu 5,4 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Vísis. Það þýðir að bankinn er metinn á ríflega sjö milljarða í viðskiptunum en í lok þriðja ársfjórðungs 2016 var eigið Kviku um 6,2 milljarðar.Uppfært kl. 18:05VÍS hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið staðfestir að hafa keypt 21,8 prósenta hlut í Kviku og nemur heildarkaupverðið um 1.655 milljónum króna. Er kaupverðið greitt að fullu með reiðufé. Seljendur á hlutum í Kviku eru Titan B ehf. (7,27%), Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%). Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, er eigandi eignarhaldsfélagsins Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, að með þessum viðskiptum eignist félagið hlut í öflugu félagi sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum. „Starfsemi tryggingafélaga byggist á tveimur meginstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Auk þess að vera gott fjárfestingatækifæri stuðla kaupin að dreifingu áhættu í eignasafni félagsins og þjóna þannig hagsmunum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði viðskiptavinir og hluthafar góðs.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.650 milljónum króna, samkvæmt heimildum Vísis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Fyrir eru í hluthafahópi Kviku banka tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í síðasta mánuði á meðan félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti um sjö prósenta hlut. Kaupin voru gerð aðeins nokkrum dögum eftir að stjórnir Kviku og Virðingar höfðu undirritað viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Óvíst er hvað kaup VÍS á stórum eignarhlut í Kviku muni hafa fyrir boðaða sameiningu fjárfestingabankans og Virðingar. Miðað við kauptilboð VÍS er gert ráð fyrir að tryggingafélagið kaupi hlutabréfin í Kviku á genginu 5,4 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Vísis. Það þýðir að bankinn er metinn á ríflega sjö milljarða í viðskiptunum en í lok þriðja ársfjórðungs 2016 var eigið Kviku um 6,2 milljarðar.Uppfært kl. 18:05VÍS hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið staðfestir að hafa keypt 21,8 prósenta hlut í Kviku og nemur heildarkaupverðið um 1.655 milljónum króna. Er kaupverðið greitt að fullu með reiðufé. Seljendur á hlutum í Kviku eru Titan B ehf. (7,27%), Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%). Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, er eigandi eignarhaldsfélagsins Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, að með þessum viðskiptum eignist félagið hlut í öflugu félagi sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum. „Starfsemi tryggingafélaga byggist á tveimur meginstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Auk þess að vera gott fjárfestingatækifæri stuðla kaupin að dreifingu áhættu í eignasafni félagsins og þjóna þannig hagsmunum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði viðskiptavinir og hluthafar góðs.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira