Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk. vísir/ernir Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti