Ólympíumeistarinn og heimsmetshafinn er hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 18:00 Ashton Eaton með Ólympíugullið sitt. Vísir/Getty Bandaríski tugþrautarkappinn Ashton Eaton tilkynnti það í dag að hann væri hættur en með því setur hann setur punktinn á bak við stórbrotinn feril. Ashton Eaton er 28 ára gamall en bæði hann og eiginkona hans, Brianne Theisen-Eaton, tilkynntu á heimasíðu sinni í dag að þau hafi ákveðið að draga sig í hlé. Brianne Theisen-Eaton vann bronsverðlaun í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Ríó en hún keppir fyrir Kanada. „Það eru tíu ár síðan ég byrjaði að keppa í tugþraut og mér finnst það við hæfi að kveðja núna og prófa eitthvað nýtt,“ skrifaði Ashton Eaton inn á heimsíðu sína. Ashton Eaton er handhafi heimsmetsins í tugþraut (9045 stig) og hefur unnið gullverðlaun á bæði tveimur síðustu Ólympíuleikum (2012 og 2016) sem og á tveimur síðustu heimsmeistaramótum (2013 og 2015). Ashton Eaton varð aðeins annar maðurinn á eftir Tékkanum Roman Sebrle til að komast yfir níu þúsund stiga múrinn. Hann sló heimsmet Roman Sebrle árið 2012 (9039 stig) og bætti síðan eigið heimsmet rúmum þremur árum síðar (9045 stig) Þegar Ashton Eaton varð Ólympíumeistari í Ríó í ágúst varð hann aðeins þriðji maðurinn í sögunni til að verja Ólympíugullið í tugþraut. Hann hefur auk þess aldrei tapað tugþrautarkeppni á síðustu fimm árum.I give everything to the decathlon. I did all I could. Thank u for making it the best time of my life. I'm retiring. https://t.co/x6kPMp9Jxz— Ashton Eaton (@AshtonJEaton) January 4, 2017 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Bandaríski tugþrautarkappinn Ashton Eaton tilkynnti það í dag að hann væri hættur en með því setur hann setur punktinn á bak við stórbrotinn feril. Ashton Eaton er 28 ára gamall en bæði hann og eiginkona hans, Brianne Theisen-Eaton, tilkynntu á heimasíðu sinni í dag að þau hafi ákveðið að draga sig í hlé. Brianne Theisen-Eaton vann bronsverðlaun í sjöþraut á Ólympíuleikunum í Ríó en hún keppir fyrir Kanada. „Það eru tíu ár síðan ég byrjaði að keppa í tugþraut og mér finnst það við hæfi að kveðja núna og prófa eitthvað nýtt,“ skrifaði Ashton Eaton inn á heimsíðu sína. Ashton Eaton er handhafi heimsmetsins í tugþraut (9045 stig) og hefur unnið gullverðlaun á bæði tveimur síðustu Ólympíuleikum (2012 og 2016) sem og á tveimur síðustu heimsmeistaramótum (2013 og 2015). Ashton Eaton varð aðeins annar maðurinn á eftir Tékkanum Roman Sebrle til að komast yfir níu þúsund stiga múrinn. Hann sló heimsmet Roman Sebrle árið 2012 (9039 stig) og bætti síðan eigið heimsmet rúmum þremur árum síðar (9045 stig) Þegar Ashton Eaton varð Ólympíumeistari í Ríó í ágúst varð hann aðeins þriðji maðurinn í sögunni til að verja Ólympíugullið í tugþraut. Hann hefur auk þess aldrei tapað tugþrautarkeppni á síðustu fimm árum.I give everything to the decathlon. I did all I could. Thank u for making it the best time of my life. I'm retiring. https://t.co/x6kPMp9Jxz— Ashton Eaton (@AshtonJEaton) January 4, 2017
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira