HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 12:00 Rúnar Kárason verður í lykilhlutverki í Frakklandi. vísir/afp Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00