Þurftu að hætta við hópferð á HM í handbolta því of fáir vildu koma með Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 15:34 Handknattleikssamband Íslands og Icelandair þurftu að hætta við hópferð á HM í handbolta karla sem hefst eftir níu daga í Frakklandi vegna lítillar þátttöku en um var að ræða þriggja nátta ferð með beinu flugi til Metz þar sem íslenska landsliðið leikur í riðlakeppninni.Fyrst var greint frá þessu á vef RÚV en Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að þar sem lágmarkstölu í leiguflugið, um 150 manns, hafði ekki verið náð um miðjan desember hafi þurft að hætta við ferðina en um 50 manns vantaði upp á í vélina sem tók 183 farþega. Hann segir að ferðin hafi verið auglýst á þann hátt að ekki yrði farið í hana nema að lágmarkstölu væri náð. „Það var mikil pressa að klára þetta í desember, 15. desember, og fyrst við vorum ekki komnir með þennan fjölda þá bara gengum við út úr þessu. Við gátum ekki tekið þá áhættu,“ segir Einar en það sem gerðist í framhaldinu var að hluti af hópnum færðist inn á áætlunarflug.Kannski ekki eins mikil eftirvænting eftir handboltanum eins og fótboltanum Einar segir að HSÍ hafi undanfarin ár staðið fyrir hópferð með beinu leiguflugi á stórmót í handbolta til að aðstoða þá sem hafa viljað fylgja landsliðinu þar sem ferðaskrifstofurnar hafa ekki sinnt því. Þó að ekkert verði af ferðinni hefur HSÍ engu að síður aðstoðað hátt í 200 Íslendinga í að verða sér út um miða á leiki liðsins.En hvað heldur hann að útskýri þennan litla áhuga á hópferð HSÍ? Er almennt lítill áhugi á strákunum okkar í handbolta um þessar mundir? „Handboltalandsliðið er að fara sitt 20. stórmót síðan árið 2000 og þetta er í janúar og ég held að það sé nú hægt að segja að það séu ólíkar aðstæður í júní og júlí og janúar. Svo er kannski ekki eins mikil eftirvænting eftir þessum stóru mótum hjá okkur eins og var í sumar hjá fótboltalandsliðinu sem var að fara á sitt fyrsta stórmót,“ segir Einar og bætir við að fólk sé kannski vanara því að fá stórmótin í handbolta heim til sín í stofu í janúar. „Við höfum ekki séð þessar tölur í handboltanum eins og í fótboltanum í sumar. Það getur líka vel verið að þetta séu einhverjir timburmenn því það er búið að eyða svo mikið í fótboltasumarið mikla.“„Ef ég þekki landann rétt þá fer hann auðvitað að fylgjast með“ Eftir blaðamannafund landsliðsins í gær spurði Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður, Geir Sveinsson, landsliðsþjálfara, út í það hvort honum þætti landsliðið eitthvað vera að gleymast og hvort að þjóðin væri kannski bara södd eftir íþróttaárið 2016. „Nei, ég ætla nú að vona ekki og þetta var náttúrulega stórkostlegt ár 2016, mikil og öflug afrek unnin víða og í mörgum íþróttagreinum. Það er 2. janúar og menn eru svona pínu að komast í gang eftir áramótin og það tekur tíma en ég held svona að þegar mótið í Danmörku kemur og svo HM í framhaldinu þá svona kvikni þetta. Ef ég þekki landann rétt þá fer hann auðvitað að fylgjast með og kröfurnar verða, býst ég við, miklar eins og alltaf, og við þurfum að standa undir því,“ sagði Geir. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Frakkar ætla að reyna við nýtt áhorfendamet Frakkar eru stórhuga í aðdraganda HM í handbolta og ætla sér að slá metið yfir flesta áhorfendur á einum leik á heimsmeistaramóti. 3. janúar 2017 18:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands og Icelandair þurftu að hætta við hópferð á HM í handbolta karla sem hefst eftir níu daga í Frakklandi vegna lítillar þátttöku en um var að ræða þriggja nátta ferð með beinu flugi til Metz þar sem íslenska landsliðið leikur í riðlakeppninni.Fyrst var greint frá þessu á vef RÚV en Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að þar sem lágmarkstölu í leiguflugið, um 150 manns, hafði ekki verið náð um miðjan desember hafi þurft að hætta við ferðina en um 50 manns vantaði upp á í vélina sem tók 183 farþega. Hann segir að ferðin hafi verið auglýst á þann hátt að ekki yrði farið í hana nema að lágmarkstölu væri náð. „Það var mikil pressa að klára þetta í desember, 15. desember, og fyrst við vorum ekki komnir með þennan fjölda þá bara gengum við út úr þessu. Við gátum ekki tekið þá áhættu,“ segir Einar en það sem gerðist í framhaldinu var að hluti af hópnum færðist inn á áætlunarflug.Kannski ekki eins mikil eftirvænting eftir handboltanum eins og fótboltanum Einar segir að HSÍ hafi undanfarin ár staðið fyrir hópferð með beinu leiguflugi á stórmót í handbolta til að aðstoða þá sem hafa viljað fylgja landsliðinu þar sem ferðaskrifstofurnar hafa ekki sinnt því. Þó að ekkert verði af ferðinni hefur HSÍ engu að síður aðstoðað hátt í 200 Íslendinga í að verða sér út um miða á leiki liðsins.En hvað heldur hann að útskýri þennan litla áhuga á hópferð HSÍ? Er almennt lítill áhugi á strákunum okkar í handbolta um þessar mundir? „Handboltalandsliðið er að fara sitt 20. stórmót síðan árið 2000 og þetta er í janúar og ég held að það sé nú hægt að segja að það séu ólíkar aðstæður í júní og júlí og janúar. Svo er kannski ekki eins mikil eftirvænting eftir þessum stóru mótum hjá okkur eins og var í sumar hjá fótboltalandsliðinu sem var að fara á sitt fyrsta stórmót,“ segir Einar og bætir við að fólk sé kannski vanara því að fá stórmótin í handbolta heim til sín í stofu í janúar. „Við höfum ekki séð þessar tölur í handboltanum eins og í fótboltanum í sumar. Það getur líka vel verið að þetta séu einhverjir timburmenn því það er búið að eyða svo mikið í fótboltasumarið mikla.“„Ef ég þekki landann rétt þá fer hann auðvitað að fylgjast með“ Eftir blaðamannafund landsliðsins í gær spurði Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður, Geir Sveinsson, landsliðsþjálfara, út í það hvort honum þætti landsliðið eitthvað vera að gleymast og hvort að þjóðin væri kannski bara södd eftir íþróttaárið 2016. „Nei, ég ætla nú að vona ekki og þetta var náttúrulega stórkostlegt ár 2016, mikil og öflug afrek unnin víða og í mörgum íþróttagreinum. Það er 2. janúar og menn eru svona pínu að komast í gang eftir áramótin og það tekur tíma en ég held svona að þegar mótið í Danmörku kemur og svo HM í framhaldinu þá svona kvikni þetta. Ef ég þekki landann rétt þá fer hann auðvitað að fylgjast með og kröfurnar verða, býst ég við, miklar eins og alltaf, og við þurfum að standa undir því,“ sagði Geir.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Frakkar ætla að reyna við nýtt áhorfendamet Frakkar eru stórhuga í aðdraganda HM í handbolta og ætla sér að slá metið yfir flesta áhorfendur á einum leik á heimsmeistaramóti. 3. janúar 2017 18:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00
Frakkar ætla að reyna við nýtt áhorfendamet Frakkar eru stórhuga í aðdraganda HM í handbolta og ætla sér að slá metið yfir flesta áhorfendur á einum leik á heimsmeistaramóti. 3. janúar 2017 18:00