Veðurfræðingur hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2017 11:35 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði. Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu. Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ef Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin ættu þeir eftir fremsta megni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt þeim. Þetta segir Brynhildur Davíðsdóttir, doktor í umhverfis- og orkufræði, þegar hún er spurð út í orð veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar sem hafa vakið mikla athygli.Áður en Einar flutti landsmönnum veðurfréttir í Sjónvarpinu í gærkvöldi varpaði hann upp línuriti frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig á jörðinni hefur aldrei verið hærra frá upphafi mælinga en í fyrra.Flutningur gríðarlega mengandi Einar sagði Íslendinga geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn þessari þróun með því að sniðganga vörur sem eru framleiddar í Kína. Sagði hann Kínverja brenna kolum til að framleiða vörur og því væru allar vörur sem framleiddar eru í Kína óumhverfisvænar. Brynhildur segir þetta hárrétt hjá Einari en það þurfi að huga að mörgu þegar kemur að því að velja vöru með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. „Það sem við þurfum að gera ar að bera saman kolefnisfótspor allra vara sem við erum að kaupa og kaupa það sem er með það minnsta,“ segir Brynhildur. Hún nefnir að flutningur vara geti verið gríðarlega mengandi, þá sérstaklega þær vörur sem eru fluttar til landsins með flugi. Þá sé gríðarleg neysla á vörum sem eru nánast einnota.Brenna kolum við framleiðslu „Við þurfum að draga úr því og velt fyrir okkur hvort við þurfum að fá vörurnar með svona miklum hraði og velta fyrir okkur hversu lengi vörurnar nýtast. E þær nýtast mjög stutt þarf að framleiða meira og það hefur sín áhrif,“ segir Brynhildur. Hún segir gott að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt okkur því þá er minna um flutninga. „Og það sem er framleitt á Íslandi er framleitt með rafmagni sem tengist orku sem er oft mun umhverfisvænni en annars staðar,“ segir Brynhildur og tekur fram að gríðarlega mikilvægt sé að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum.Rannsókn vísindamanna við háskólana í Kaliforníu, Harvard og Maryland leiddi nýverið í ljós að losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu vara í Kína er umtalsvert hærri en annars staðar, og er það rakið til þess að Kínverjar brenna kolum við framleiðslu.
Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira