Þetta kemur fram í máli Jörgen Fossheim, útgerðarstjóra Polar Seafood, á vef grænlenska ríkisútvarpsins, KNR.
Hann segir þungt yfir áhöfninni vegna málsins en tveir skipverjar Polar Nanoq voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags.

Fjórði skipverjinn, sem handtekinn var eftir að umtalsvert magn af hassi fannst í Polar Nanoq, er enn í haldi.
„Við erum slegnir að það skyldi finnast svona mikið magn af hassi um borð,“ segir Jörgen en í skipum útgerðarinnar er blátt bann við notkun áfengis og eiturlyfja.
Hann segist nokkuð öruggur um að til stóð að smygla þessu hassi.
„Þetta tengist smygli, það er alveg öruggt.“
Hann vonast til að rannsókninni á skipinu ljúki sem fyrst svo hægt verði að halda aftur á veiðar.
„Þeir sem vilja geta farið heim, en við ætlum aftur á veiðar, þess vegna höfum við ekki sent áhöfnina heim,“ er haft eftir Jörgen.