Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2017 06:00 Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira