Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 06:30 Rúnar hefur staðið í ströngu á HM í Frakklandi en hér á hann í baráttu við Sergio Avelino Lopes, leikmann Angóla, í fyrrakvöld. vísir/AFP Rúnar Kárason talaði um það fyrir HM að hann væri mjög spenntur fyrir því að fá að axla meiri ábyrgð í íslenska landsliðinu. Hann var ósáttur við fá tækifæri á mótinu fyrir ári. Rúnar er að verða 29 ára gamall, er búinn að spila í átta ár í Þýskalandi og hefur þurft að bíða lengi eftir stóra tækifærinu sem hann hefur nýtt vel. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að tækifæri kemur fyrst núna. Í hans stöðu voru fyrir Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ekki beint auðveldustu mennirnir til að slá út og svo hefur Rúnar líka verið óheppinn með meiðsli á ferlinum.Betri skot utan af velli „Ég er þokkalega sáttur við mína frammistöðu en það er alltaf eitthvað sem maður getur tínt til. Ég væri til í að vera með kannski einu marki utan af velli meira í leik. Ekki bara mín vegna heldur af því að við þurftum á því að halda. Ég hef ekki verið alveg sáttur við skotin utan af velli en flest annað er ég þokkalega sáttur við,“ segir Rúnar en hvaða markmið setti hann fyrir mótið? „Það var að komast áfram. Þriðja sætið væri það sem væri hægt að setja kröfu á og annað sætið væri frábært. Svo breytist mikið við það að Aron er ekki með. Ég hafði samt góða tilfinningu fyrir liðinu. Mér finnst vera góður taktur í liðinu og þegar við fáum Aron aftur inn þá verðum við fljótt komnir með hörkulandslið aftur. Ungu strákarnir lofa góðu og það er góður fílingur í þessu.“Rúnar Kárason skorar í leiknum á móti Túnis.Vísir/EPAÞurfum okkar besta leik Í kvöld bíður síðan úrslitaleikur gegn Makedóníumönnum og það er verkefni sem Rúnar bíður spenntur eftir að takast á við. „Þeir eru með mjög gott lið og við þekkjum þá vel. Þeir eiga bestu hægri skyttu í heiminum í Kiril Lazarov og hann er líklega einn sá besti í sögunni. Annan eins skotmann er erfitt að finna. Mirkulovski er á miðjunni en ég spilaði með honum og hann er lifandi goðsögn í Skopje. Við þurfum klárlega að eiga okkar besta leik til að vinna þá. Vörnin og hraðaupphlaupin verða að koma hjá okkur,“ segir Rúnar en hvað með sóknina sem hefur ekki alltaf fundið taktinn? „Þar þurfum við að bíta fastar frá okkur en við höfum verið að gera. Við erum að reyna að fínpússa sóknarleikinn. Erum að greina hvað við erum að gera vitlaust. Við erum að sækja helst til of mikið inn á miðjuna og tímasetningar ekki alveg réttar. Þetta er allt lærdómsferli hjá okkur. Fæstir hafa spilað mikið saman og við þurfum að halda áfram að finna taktinn.“Peppaðir fyrir þennan leik Það eru engin önnur tækifæri eftir þennan leik. Núna verður liðið að standa í lappirnar í 60 mínútur og klára leikinn. „Við börðumst hart fyrir því að komast hingað og að vera á þessu móti hefur verið gaman. Það munar bara tveimur mörkum að við séum með fleiri stig. Þetta er eins og það er. Við erum peppaðir í þennan leik og maður er í sportinu fyrir svona augnablik. Mér finnst ekki vera neitt stress og hef enga trú á því að einhver fari á taugum. Er maður lítur til baka yfir ferilinn man maður best eftir því sem maður gerði með landsliðinu. Bæði innan og utan vallar.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært að þetta er í okkar höndum Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Makedóníumönnum. 19. janúar 2017 06:00 Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30 HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Strákarnir okkar þurfa sigur á móti Makedóníu í kvöld til að forðast leik gegn Frökkum í 16 liða úrslitum. 19. janúar 2017 07:00 Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Rúnar Kárason talaði um það fyrir HM að hann væri mjög spenntur fyrir því að fá að axla meiri ábyrgð í íslenska landsliðinu. Hann var ósáttur við fá tækifæri á mótinu fyrir ári. Rúnar er að verða 29 ára gamall, er búinn að spila í átta ár í Þýskalandi og hefur þurft að bíða lengi eftir stóra tækifærinu sem hann hefur nýtt vel. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að tækifæri kemur fyrst núna. Í hans stöðu voru fyrir Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ekki beint auðveldustu mennirnir til að slá út og svo hefur Rúnar líka verið óheppinn með meiðsli á ferlinum.Betri skot utan af velli „Ég er þokkalega sáttur við mína frammistöðu en það er alltaf eitthvað sem maður getur tínt til. Ég væri til í að vera með kannski einu marki utan af velli meira í leik. Ekki bara mín vegna heldur af því að við þurftum á því að halda. Ég hef ekki verið alveg sáttur við skotin utan af velli en flest annað er ég þokkalega sáttur við,“ segir Rúnar en hvaða markmið setti hann fyrir mótið? „Það var að komast áfram. Þriðja sætið væri það sem væri hægt að setja kröfu á og annað sætið væri frábært. Svo breytist mikið við það að Aron er ekki með. Ég hafði samt góða tilfinningu fyrir liðinu. Mér finnst vera góður taktur í liðinu og þegar við fáum Aron aftur inn þá verðum við fljótt komnir með hörkulandslið aftur. Ungu strákarnir lofa góðu og það er góður fílingur í þessu.“Rúnar Kárason skorar í leiknum á móti Túnis.Vísir/EPAÞurfum okkar besta leik Í kvöld bíður síðan úrslitaleikur gegn Makedóníumönnum og það er verkefni sem Rúnar bíður spenntur eftir að takast á við. „Þeir eru með mjög gott lið og við þekkjum þá vel. Þeir eiga bestu hægri skyttu í heiminum í Kiril Lazarov og hann er líklega einn sá besti í sögunni. Annan eins skotmann er erfitt að finna. Mirkulovski er á miðjunni en ég spilaði með honum og hann er lifandi goðsögn í Skopje. Við þurfum klárlega að eiga okkar besta leik til að vinna þá. Vörnin og hraðaupphlaupin verða að koma hjá okkur,“ segir Rúnar en hvað með sóknina sem hefur ekki alltaf fundið taktinn? „Þar þurfum við að bíta fastar frá okkur en við höfum verið að gera. Við erum að reyna að fínpússa sóknarleikinn. Erum að greina hvað við erum að gera vitlaust. Við erum að sækja helst til of mikið inn á miðjuna og tímasetningar ekki alveg réttar. Þetta er allt lærdómsferli hjá okkur. Fæstir hafa spilað mikið saman og við þurfum að halda áfram að finna taktinn.“Peppaðir fyrir þennan leik Það eru engin önnur tækifæri eftir þennan leik. Núna verður liðið að standa í lappirnar í 60 mínútur og klára leikinn. „Við börðumst hart fyrir því að komast hingað og að vera á þessu móti hefur verið gaman. Það munar bara tveimur mörkum að við séum með fleiri stig. Þetta er eins og það er. Við erum peppaðir í þennan leik og maður er í sportinu fyrir svona augnablik. Mér finnst ekki vera neitt stress og hef enga trú á því að einhver fari á taugum. Er maður lítur til baka yfir ferilinn man maður best eftir því sem maður gerði með landsliðinu. Bæði innan og utan vallar.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært að þetta er í okkar höndum Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Makedóníumönnum. 19. janúar 2017 06:00 Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30 HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Strákarnir okkar þurfa sigur á móti Makedóníu í kvöld til að forðast leik gegn Frökkum í 16 liða úrslitum. 19. janúar 2017 07:00 Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Frábært að þetta er í okkar höndum Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Makedóníumönnum. 19. janúar 2017 06:00
Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30
HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Strákarnir okkar þurfa sigur á móti Makedóníu í kvöld til að forðast leik gegn Frökkum í 16 liða úrslitum. 19. janúar 2017 07:00
Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða