Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Arnar Björnsson skrifar 18. janúar 2017 20:00 Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15
Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00
Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00