Steinunn Ólína harmar ranga frétt um handtökur um borð í Polar Nanoq Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2017 13:00 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. víðir már hermannsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, viðurkennir að hún hafi hlaupið á sig með því að birta frétt á veg Kvennablaðsins þar sem fullyrt var að búið væri að handtaka tvo skipverja togarans Polar Nanoq.Í frétt sem birtist í gærkvöldi hafði Kvennablaðið eftir „áreiðanlegum heimildum“ að sérsveitin lögreglunnar hafi farið um borð í togaranum sem er á siglingu vestur af Íslandi. Þar hafi tveir skipverjar verið handteknir í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Fréttin var uppfærð síðar um kvöldið eftir að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að enginn hafi verið handtekinn um borð í togaranum né hafi einhver um borð réttarstöðu grunaðra.Í yfirlýsingu frá Steinunni Ólínu segir að hún harmi mistökin sem gerð hafi verið í gær. „Kvennablaðið hefur engra hagsmuna að gæta af því að flytja rangar eða tilhæfulausar fréttir um málið enda er þetta eina fréttin sem Kvennablaðið hefur birt um málið og ég harma þessi mistök í fyrirsögn okkar í gær,“ segir í yfirlýsingunni.Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins.Vísir/AntonStendur við fullyrðingar um að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimiÍ frétt Kvennablaðsins sem um ræðir var einnig fullyrt að Birna hafi verið í samskiptum við áhafnarmeðlimi togarans kvöldið sem hún hvarf. Í yfirlýsingunni Steinunnar Ólínu kemur fram að Kvennablaðið standi við þessa fullyrðingu og telur hún að heimildir Kvennablaðsins sé traustar. Steinunn Ólína muni hins vegar standa og falla með því. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur rannsókn á hvarfi Birnu meðal annars beinst að því hvort að einhverjar vísbendingar megi finna með því að skoða samfélagsmiðlanotkun Birnu. Skoðun á þeim hefur hins vegar ekki leitt neitt í ljós sem hægt sé að byggja á við rannsókn málsins. Polar Nanoq stefnir nú til Ísland og er reiknað með að skipið leggist að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag tóku forsvarsmenn útgerðarinnar ákvörðun um að snúa skipinu við á leið frá Íslandi eftir að greint var frá því að frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað að frá því á mánudag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25