Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2017 08:32 Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira