Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:31 Bjarki Már Elísson var frábær í seinni hálfleik. vísir „Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33
Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17