Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er orðinn leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi á HM en metinu náði hann í kvöld á móti Angóla á HM 2017 í Frakklandi.
Þetta er 55. leikur Guðjóns Vals á HM frá því landsliðsferill hans hófst. Fyrsta heimsmeistaramótið sem hann tók þátt í var einmitt í Frakklandi árið 2001.
Metið átti fyrrverandi fyrirliði landsliðsins og einn besti handboltamaður sögunnar, Ólafur Stefánsson, en hann spilaði 54 leiki á HM á sínum glæsta ferli. Ólafur spilaði sinn síðasta HM-leik í Svíþjóð árið 2011.
Guðjón Valur er á sínu 20. stórmóti frá upphafi en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Það met tók hann einnig af Ólafi Stefánssyni.
Hornamaðurinn magnaði hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð.
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti


