Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2017 19:10 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12