Katarbúar eru komnir í sextán liða úrslitin á HM í handbolta í Frakklandi eftir fjögurra marka sigur á Argentínumönnum í dag. Argentínumenn gengu hreinlega á vegg á fyrstu 30 mínútunum.
Pólverjar eru á leiðinni í Forsetabikarinn eftir töp í fyrstu þremur leikjum sínum en þeir náðu loksins að fagna sigri á móti Japan í dag. Vandamálið er að það skilar sér skammt og ekki einu sinni sigur á Frökkum í lokaleiknum kemur þeim í sextán liða úrslitin.
Katar vann Argentínu 21-17 en fyrri hálfleikurinn er eitt það ótrúlegasta sem hefur sést á HM. Katarliðið var nefnilega 9-2 yfir í hálfleik en gat leyft sér að slaka á í vörninni í seinni hálfleiknum sem endaði 15-12 fyrir Argentínumenn.
Argentínska liðið skoraði því sjö sinnum fleiri mörk í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Sigurinn tryggir Katarbúum sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir að einn leikur sé eftir.
Pólland vann 26-25 sigur á Japan eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 11-9.
Pólverjar voru 16-14 undir þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir en skoruðu þá fjögur mörk í röð á tveggja mínútna kafla og snéru með því leiknum.
Pólverjar eiga lokaleik sinn á móti Frökkum en geta aldrei komist upp fyrir Rússland og Brasilíu sem unnu bæði innbyrðisleiki liðanna. Pólverjar töpuðu með fjórum mörkum á móti Brössum og með fjórum mörkum á móti Rússum.
Fyrsti sigur Pólverja kom alltof seint | Katar er komið áfram í sextán liða úrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn