Eru þetta endalok „Trump-batans“? Lars Christensen skrifar 18. janúar 2017 12:15 Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég held yfirleitt ekki að ég geti haft betur en markaðurinn en nú er hins vega nokkuð sem veldur mér áhyggjum: „Trump-batinn“ á bandaríska verðbréfamarkaðnum gæti verið við það að taka enda. Mér virðist að fjárfestar á bandaríska verðbréfamarkaðnum séu að einbeita sér að hugsanlegu afnámi regluverks og skattalækkunum (og fjárfestingum í innviðum). Og auðvitað gæti sú orðið raunin og afnám regluverks og skattalækkanir ættu vissulega að vera fagnaðarefni fyrir bandaríska hagkerfið og bandaríska verðbréfamarkaðinn. En ef það verða gerðar kerfisbreytingar þá verður það vegna þess að meirihluti Repúblíkana í báðum deildum þingsins vill það – ekki vegna Trumps. Trump heldur áfram að fylgja þessum hugmyndum í orði kveðnu en hann hefur sannarlega ekki verið samkvæmur sjálfum sér. Það er ekkert í fortíð Trumps sem segir okkur að hann sé „maður hins frjálsa markaðar“. En hann hefur verið stefnufastur – jafnvel mjög stefnufastur – í boðskap sínum um verndarstefnu og óhróðri um Kínverja. Núna hunsa markaðirnir þetta, og það er kannski ekki rangt að gera það, en ég verð að segja að tal Trumps um 35% tolla hræðir mig verulega og sömuleiðis stöðugar tilraunir hans til að „snapa fæting“ við Kína.Virðingarleysi við leikreglur Annar þáttur sem gæti markað endalok „Trump-batans“ er að ekki aðeins mun Seðlabanki Bandaríkjanna hækka stýrivexti í næstu viku heldur gæti seðlabankinn einnig sent herskárri merki en markaðurinn gerir nú ráð fyrir. Hvað þetta varðar myndi ég sérstaklega fylgjast með verðbólguvæntingum sem hafa í raun hætt að hækka síðan verðbólguvæntingar markaðarins fóru upp fyrir 2% fyrir jól. Í millitíðinni hafa viðskipti á bandarískum verðbréfamörkuðum almennt haldið áfram á (hóflega) hærra verði. Þarna virðist mér vera nokkurt sambandsleysi. Þar að auki er ljóst að Trump ber ekki mikla virðingu fyrir almennum leikreglum. Hann vill kúga bandarísk fyrirtæki til að framleiða í Bandaríkjunum og vill skattleggja hvert það fyrirtæki sem vill framleiða í Kína eða Mexíkó og flytja vörurnar aftur til Bandaríkjanna.Daður við verndarstefnu Með öðrum orðum má segja að Trump styðji viðskipti (að minnsta kosti viðskipti vina sinna) en það er mun síður ljóst hvort hann er markaðssinni eða fylgjandi samkeppni. Þótt afnám hamlandi reglna verði gott fyrir bandaríska hagkerfið er daður hans við verndartollastefnu og hörð afstaða gegn innflytjendum mun neikvæðari. Raunar gætu þessi stefnumál dregið verulega úr langtímahagvexti í bandaríska hagkerfinu. Svo þótt sumt í stefnu Trumps séu góðar fréttir fyrir verðbréfamarkaðina er sannarlega stór hluti stefnunnar sem gæti verið mjög neikvæður fyrir verðbréfamarkaðinn og ef verndarstefnan og stefnan gegn innflytjendum (og sívaxandi fjárlagahalli) verður yfirsterkari en skattalækkanir og afnám regluverks þá gæti „Trump-batinn“ brátt verið fyrir bí. Spurningin er hvort það verði fyrir eða eftir að hann sver eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á föstudaginn.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun