Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2017 18:25 Ástand Birnu Brjánsdóttur á skemmtistaðnum Húrra aðfaranótt síðastliðins laugardags var þannig að sögn lögreglu að þar var hress stelpa að skemmta sér. Þetta leiddi skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélakerfi Húrra í ljós. Talið er að hún hafi verið undir áhrifum áfengis en ekki vímuefna. Á blaðamannafundi lögreglunnar á sjötta tímanum í dag kom fram að tólf manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Seinast er vitað um ferðir hennar í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún sést á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg. Birna hverfur svo úr myndavélunum við Laugaveg 31.Í spilaranum hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni en hér að neðan má lesa um allt það helsta sem lögregla greindi frá.Þrír möguleikar líklegir Lögreglan telur þrjá möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Hún hafi farið af Laugavegi niður Vatnsstíg, farið á bak við hús við Laugaveg eða þá að hún hafi farið upp í rauðan Kia Rio-bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma.Númeraplata ekki sjáanleg Lögreglan hefur ekki náð að að sjá númeraplötu á Kia Rio-bílnum vegna þess hve óskýr upptakan er sem bíllinn sést á.Íbúar leiti í skúmaskotum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa í miðborg Reykjavíkur að leita í skúmaskotum og kjöllurum eftir vísbendingum um það hvort Birna hafi verið þar.Ekki elt frá Húrra og upp Laugaveg Ekkert bendir til þess að hún hafi verið elt frá Húrra og upp Laugaveg. Lögreglan gat ekki séð þá á upptökum úr eftirlitsmyndavélum.Leitin beinist að Hafnarfirði Eftir stefnugreiningu lögreglunnar á símsendum sem námu merki úr síma Birnu var ákveðið að leit lögreglunnar muni beinast að nágrenni Hafnarfjarðar.Rannsakað sem mannshvarf Málið er rannsakað sem mannshvarf því ekkert bendir til þess að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Lögð var áhersla á að rúmir 60 klukkutímar eru síðan hún sást síðast.Slökkt á síma Birnu af mannavöldum Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið rafmagnslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum.Síminn fór hratt á milli senda Talið er líklegast að sími Birnu hafi síðast verið í bíl áður en slökkt er á honum því hann fór það hratt á milli símsenda.Fá upplýsingar ef kveikt verður á símanum Síminn sem hún á er iPhone en slökkt er á forritinu Find My iPhone og því ekki hægt að rekja símann þannig. Ef það verður kveikt á símanum fær lögreglan strax upplýsingar um það.Skoða samfélagsmiðla Lögreglan fékk að skoða Facebook-aðgang Birnu með leyfi fjölskyldu hennar en hefur enn ekki komist inn á aðra samfélagsmiðla sem Birna stundaði, til að mynda Tinder, Snapchat eða Instagram. Unnið er að því að fá aðgang að þeim miðlum hennar.Ekki líklegt að hún sé farin af landi Talið er ólíklegt að hún hafi farið af landi brott því vegabréfið hennar er heima. Lögreglan tók þó framað það sé lítið mál að komast úr landi án þess. Lögreglan hefur hins vegar skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Engin merki um depurð Á blaðamannafundinum var spurt hvort Birnu hefði liðið illa dagana fyrir hvarfið en eftir samtöl lögreglu við fjölskyldu og vini kom í ljós að Birna hefði mjög svartan húmor. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði Birnu hafa verið í góðu ástandi dagana fyrir hvarfið og þess vegna væri skrýtið að hún væri horfin því það voru engin merki um depurð.Óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Lögreglan sagði málið óvenjulegt að því leytinu til að engar vísbendingar væru um ferðir Birnu eða hvar hún væri mögulega niður komin.Hafa áhuga á að tala við fólk sem sést á upptökumLögreglan hefur áhuga á að tala við nokkra aðila sem sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum á leið Birnu frá Húrra og upp Laugaveg.Bað alla um að grafa djúpt í huga sér Grímur bað alla um að grafa djúpt í huga sér hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Birnu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 15:33 Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Ástand Birnu Brjánsdóttur á skemmtistaðnum Húrra aðfaranótt síðastliðins laugardags var þannig að sögn lögreglu að þar var hress stelpa að skemmta sér. Þetta leiddi skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélakerfi Húrra í ljós. Talið er að hún hafi verið undir áhrifum áfengis en ekki vímuefna. Á blaðamannafundi lögreglunnar á sjötta tímanum í dag kom fram að tólf manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Seinast er vitað um ferðir hennar í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún sést á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg. Birna hverfur svo úr myndavélunum við Laugaveg 31.Í spilaranum hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni en hér að neðan má lesa um allt það helsta sem lögregla greindi frá.Þrír möguleikar líklegir Lögreglan telur þrjá möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Hún hafi farið af Laugavegi niður Vatnsstíg, farið á bak við hús við Laugaveg eða þá að hún hafi farið upp í rauðan Kia Rio-bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma.Númeraplata ekki sjáanleg Lögreglan hefur ekki náð að að sjá númeraplötu á Kia Rio-bílnum vegna þess hve óskýr upptakan er sem bíllinn sést á.Íbúar leiti í skúmaskotum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa í miðborg Reykjavíkur að leita í skúmaskotum og kjöllurum eftir vísbendingum um það hvort Birna hafi verið þar.Ekki elt frá Húrra og upp Laugaveg Ekkert bendir til þess að hún hafi verið elt frá Húrra og upp Laugaveg. Lögreglan gat ekki séð þá á upptökum úr eftirlitsmyndavélum.Leitin beinist að Hafnarfirði Eftir stefnugreiningu lögreglunnar á símsendum sem námu merki úr síma Birnu var ákveðið að leit lögreglunnar muni beinast að nágrenni Hafnarfjarðar.Rannsakað sem mannshvarf Málið er rannsakað sem mannshvarf því ekkert bendir til þess að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Lögð var áhersla á að rúmir 60 klukkutímar eru síðan hún sást síðast.Slökkt á síma Birnu af mannavöldum Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið rafmagnslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum.Síminn fór hratt á milli senda Talið er líklegast að sími Birnu hafi síðast verið í bíl áður en slökkt er á honum því hann fór það hratt á milli símsenda.Fá upplýsingar ef kveikt verður á símanum Síminn sem hún á er iPhone en slökkt er á forritinu Find My iPhone og því ekki hægt að rekja símann þannig. Ef það verður kveikt á símanum fær lögreglan strax upplýsingar um það.Skoða samfélagsmiðla Lögreglan fékk að skoða Facebook-aðgang Birnu með leyfi fjölskyldu hennar en hefur enn ekki komist inn á aðra samfélagsmiðla sem Birna stundaði, til að mynda Tinder, Snapchat eða Instagram. Unnið er að því að fá aðgang að þeim miðlum hennar.Ekki líklegt að hún sé farin af landi Talið er ólíklegt að hún hafi farið af landi brott því vegabréfið hennar er heima. Lögreglan tók þó framað það sé lítið mál að komast úr landi án þess. Lögreglan hefur hins vegar skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Engin merki um depurð Á blaðamannafundinum var spurt hvort Birnu hefði liðið illa dagana fyrir hvarfið en eftir samtöl lögreglu við fjölskyldu og vini kom í ljós að Birna hefði mjög svartan húmor. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði Birnu hafa verið í góðu ástandi dagana fyrir hvarfið og þess vegna væri skrýtið að hún væri horfin því það voru engin merki um depurð.Óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Lögreglan sagði málið óvenjulegt að því leytinu til að engar vísbendingar væru um ferðir Birnu eða hvar hún væri mögulega niður komin.Hafa áhuga á að tala við fólk sem sést á upptökumLögreglan hefur áhuga á að tala við nokkra aðila sem sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum á leið Birnu frá Húrra og upp Laugaveg.Bað alla um að grafa djúpt í huga sér Grímur bað alla um að grafa djúpt í huga sér hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Birnu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 15:33 Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 15:33
Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05