Traust er forsenda góðs samstarfs Elín Björg Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2017 07:00 Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar