Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 14:16 Hörður segir að farið verði yfir stefnu sundlaugarinnar í þessu máli. Akranes.is Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi, Hörður Kári Jóhannesson segir að engar starfsreglur liggi fyrir um hvernig skuli bregðast við atvikum líkt og því sem átti sér stað í Jaðarsbakkalaug í gær. Þar fékk gestur sundlaugarinnar, Diljá Sigurðardóttir athugasemd frá starfsmanni fyrir að vera ber að ofan eftir að starfsfólki hafði borist kvörtun vegna þessa. Í samtali við Vísi segir Hörður að starfsfólk sundlaugarinnar hafi ekki lent áður í svipuðu atviki. Óskrifuð meginregla í lauginni hafi þó verið sú að konur þurfi að klæðast topp. „Það hefur bara verið þannig að fólk hefur verið í skýlum og sundbolum“ segir Hörður sem segir að starfsfólkið hafi ekki þurft að taka þátt í þessari umræðu, þar til nú. Því sé ljóst að fara þurfi yfir það hvaða stefnu sundlaugin hyggst taka í málinu. „Ég mun fara yfir atvikið með starfsfólkinu“ segir Hörður sem segir fólk vera óöruggt vegna þess að það viti ekki hvernig eigi að bregðast við í slíku atvikum. Starfsfólkinu hafi borist kvörtun frá sundlaugagesti og talið sig þurfa að bregðast við henni. „Menn greinir á um það hvort að þessi free the nipple herferð sé bara einn dagur á ári eða hvernig þetta er.“ „Við munum athuga hvernig stefnan er í öðrum sundlaugum og þá verður tekin ákvörðun um hvaða línu við tökum í þessu máli“ segir Hörður. Hann harmar það að Diljá hafi liðið illa í sundlauginni vegna málsins og biðst afsökunar á því, fyrir hönd sundlaugarinnar.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira