Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á Íslandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2017 11:37 Verðmunurinn er nokkur. vísir/grv Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira