Kúbverjar sem koma ólöglega til Bandaríkjanna verða sendir aftur heim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 23:55 Barack Obama og Raúl Castro, forseti Kúbu, í Havana í mars í fyrra. vísir/epa Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kúbverjar sem munu koma ólöglega til Bandaríkjanna í framtíðinni verða sendir aftur til Kúbu samkvæmt ákvörðun Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Um er ræða algjöra stefnubreytingu þar sem svokölluð „wet foot, dry foot“-stefna hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í meira en 20 ár eða allt frá árinu 1995. Stefnubreytingin kemur í kjölfar margra mánaða samningaviðræðna á milli landanna sem miða að því að fá Kúbu til að taka aftur við fólki sem hefur flúið en frá lokum árs 2014 hafa Bandaríkin og Kúba tekið upp breytt og bætt diplómatísk samskipti í smáum skrefum. „Wet foot, dry foot“-stefnan fól það í sér að þeir Kúbverjar flúðu Kúbu, fóru yfir til Bandaríkjanna og komust ólöglega inn til Bandaríkjanna gátu sótt um dvalarleyfi í landinu ári eftir að þeir komu. Ef Kúbverjum á flótta var hins vegar bjargað úr sjónum á milli Kúbu og Bandaríkjanna var farið með þá aftur heim en fyrir 1995 hafði bandaríska strandgæslan bjargað miklum fjölda kúbverska flóttamanna úr sjónum og farið með þá á bandaríska grundu þar sem þeir fengu svo dvalarleyfi ári síðar. Yfirvöld á Kúbu hafa í gegnum tíðina harðlega gagnrýnt þessa frjálslyndu innflytjendastefnu Bandaríkjanna þegar kemur að kúbverskum flóttamönnum og hafa sagt að hún hafi meðal annars ýtt undir spekileka í landinu. Stefnan hefur þó að einhverju leyti einnig gagnast kúbverskum yfirvöldum því þeir sem hafa verið ósáttir við ríkisstjórn Kommúnistaflokksins hafa flúið til Bandaríkjanna og flestir sent peninga til fjölskyldna sinna á Kúbu. Fjallað er um stefnubreytinguna nú á vef Guardian og haft eftir heimildamanni að á seinustu árum hafi flestir flúið frá Kúbu yfir til Bandaríkjanna af efnahagsástæðum eða til að nýta sér þau réttindi sem þeir vita að bíða þeirra hinu megin við hafið. Síðan í október 2012 hafa meira en 118 þúsund Kúbverjar komið til hafnar í Bandaríkjunum. Þá hefur straumur Kúbverja yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó einnig aukist á seinustu árum og á árinu 2016 höfðu saldrei fleiri Kúbverjar komið til Bandaríkjanna yfir landamærin, eða hátt í 50 þúsund manns. Er talið að þessi mikla fjölgun hafi meðal annars ýtt undir stefnubreytinguna sem Obama boðar nú en þess skal getið að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, getur snúið þessari ákvörðun við þegar hann kemur í Hvíta húsið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira