Nautabanarnir of sterkir í gær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2017 06:00 Amar Freyr Anarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í sínum fyrsta leik á stórmóti og hér skorar hann eitt marka sinna í gær. vísir/epa Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira