Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:38 Rúnar Kárason skoraði tvö mörk í sex skotum á móti Spáni. vísir/afp „Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
„Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti