Ólafur: Mæti með kassann úti í þetta verkefni Arnar Björnsson skrifar 12. janúar 2017 12:00 „Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. „Það er auðvitað skellur að Aron spili ekki. Frábær leikmaður og ég held að öll lið myndu sakna leikmanns sem er jafn góður. Við gerum okkur grein fyrir því en á sama tíma erum við búnir að fara í gegnum undibúninginn án hans og skellurinn er kannski aðeins minni fyrir vikið. Aron er frábær leikmaður sem öll lið vildu hafa í sínu liði.“ Þú ert skotfastur og þarft að henda nokkrum sinnum á markið. „Algjörlega. Vonandi fæ ég stórt hlutverk og ætla að nýta mér þau tækifæri að hjálpa liðinu að ná árangri og gera það sem ætlast er til af mér,“ segir Ólafur en hann segist vera klár í verkefnið. „Já, ég er með gott sjálfstraust og er búinn að spila vel með mínu liði bæði í sænsku deildinni og Meistaradeildinni. Ég mæti jákvæður og með kassann úti í þetta verkefni.“ Hvað með mótherjana í kvöld. Hvernig verða Spánverjarnir gegn ykkur? „Þeir eru gríðarlega sterkir það er vitað mál og mögulega sterkasta liðið í þessum riðli. Þetta snýst um að ná í stig og hvaðan stigin koma skiptir ekki öllu máli en við mætum í leikinn og ætlum að gera okkar besta og reyna að ná í sigur eins og alltaf. Við sjáum síðan til hvað gerist í kvöld.“ Það verður væntanlega enginn heimsendir þó að þið tapið fyrir Spánverjum? „Nei, þetta er kannski sterkasta liðið í riðlinum en þetta snýst um að komast í 16-liða úrslit og vera í góðri stöðu eftir riðlakeppnina. Tvö stig í kvöld væri frábært en sjáum til.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar. „Það er auðvitað skellur að Aron spili ekki. Frábær leikmaður og ég held að öll lið myndu sakna leikmanns sem er jafn góður. Við gerum okkur grein fyrir því en á sama tíma erum við búnir að fara í gegnum undibúninginn án hans og skellurinn er kannski aðeins minni fyrir vikið. Aron er frábær leikmaður sem öll lið vildu hafa í sínu liði.“ Þú ert skotfastur og þarft að henda nokkrum sinnum á markið. „Algjörlega. Vonandi fæ ég stórt hlutverk og ætla að nýta mér þau tækifæri að hjálpa liðinu að ná árangri og gera það sem ætlast er til af mér,“ segir Ólafur en hann segist vera klár í verkefnið. „Já, ég er með gott sjálfstraust og er búinn að spila vel með mínu liði bæði í sænsku deildinni og Meistaradeildinni. Ég mæti jákvæður og með kassann úti í þetta verkefni.“ Hvað með mótherjana í kvöld. Hvernig verða Spánverjarnir gegn ykkur? „Þeir eru gríðarlega sterkir það er vitað mál og mögulega sterkasta liðið í þessum riðli. Þetta snýst um að ná í stig og hvaðan stigin koma skiptir ekki öllu máli en við mætum í leikinn og ætlum að gera okkar besta og reyna að ná í sigur eins og alltaf. Við sjáum síðan til hvað gerist í kvöld.“ Það verður væntanlega enginn heimsendir þó að þið tapið fyrir Spánverjum? „Nei, þetta er kannski sterkasta liðið í riðlinum en þetta snýst um að komast í 16-liða úrslit og vera í góðri stöðu eftir riðlakeppnina. Tvö stig í kvöld væri frábært en sjáum til.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira