Sjö nýir ráðherrar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Ráðherrar Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira