Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 14:53 Heimir Hallgrísmson á hliðarlínunni í rigningunni í Nanning í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30