Ræður enginn við Frakka í þessum ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2017 11:00 Frakkar fagna sjötta heimsmeistaratitli sínum. vísir/getty „Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn