Malia Obama mótmælir áformum Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2017 20:30 Malia Obama á mótmælunum ásamt vinkonu sinni. vísir/ap Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa
Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16