Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 15:59 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“ Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé þyngra en tári taki að upplifa þá mismunun og mannvonsku sem nýr forseti Bandaríkjanna leyfi sér að innleiða gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Óttarrs. Þar er Óttarr að vísa til tilskipunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem kveðið er á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, óháð dvalar-og landvistarleyfi. Óttarr hvetur til mótmæla og segir að hinn frjálsi heimur hljóti að sameinast í fordæmingu á tilskipuninni, en Óttar vísar til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Eftir sem áður verði fjármagn tryggt til neyðaraðstoðar á vegum alþjóðlegra stofnana.“ Óttarr er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lýst hefur yfir áhyggjum af tilskipun Trump, en fyrr í dag gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tilskipunina. Þar sagði hann að íslensk stjórnvöld muni styðja að fullu leyti, íslenska ríkisborgara sem upprunir eru frá umræddum löndum, komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns.Sjá einnig: Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Óttarr segir að mikilvægt sé að halda orðum stjórnarsáttmálans til haga. Hann segir að berjast þurfi fyrir því góða í heiminum. „Það sigrar ekki af sjálfu sér.“
Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira