Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Grænlendingar sem og Íslendingar búsettir á Grænlandi hafa verulegar áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga á alþjóðavettvangi og óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Íslendingar þekktu þetta vel á eigin skinni áður en leiðtogafundurinn árið 1986 kom Íslandi fyrst almennilega á heimskortið. Þá sjaldan sem fréttir birtust af Íslendingum í erlendum fjölmiðlum þá voru þær um tíma helst af drykkjuskap unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Og kannski hefur það verið ímyndarvandi sem Íslendingar sem smáþjóð hafa talið sig þurfa að glíma við frá fyrstu tíð því haft var á orði að sjálf Landnámabók hefði verið skrifuð í þeim tilgangi að menn þyrftu að geta svarað erlendum mönnum að þeir væru ekki komnir af þrælum og illmennum heldur höfðingjum. Í Nuuk, höfuðstað Grænlands, hafa fréttamenn Stöðvar 2 fundið samskonar áhyggjur, bæði af hálfu Grænlendinga sem og Íslendinga sem þar eru búsettir; að þá sjaldan sem fréttir birtist af Grænlandi erlendis þá séu þær af neikvæðum toga. Þær séu af félagslegum vandamálum, drykkjuskap og glæpum. Umheimurinn fái sjaldan jákvæðar fréttir af grænlensku samfélagi. Og víst er að fréttirnar nú í janúar fegra ekki myndina; fyrst af morði og tveimur sjálfsvígum í upphafi árs í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands og síðan af tveimur grænlenskum sjómönnum sem grunaðir eru um morð á Íslandi. Hrafn Jökulsson, sem hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar, benti á það í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að sjálfstraust Grænlendinga væri enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þyrfti til þess að því væri hnekkt. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er á Grænlandi og nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum í kvöld og á næstu dögum. Séð yfir höfnina í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonÞjóðminjasafn Grænlands í forgrunni. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús í Nuuk.Friðrik Þór HalldórssonRæðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk.Friðrik Þór Halldórsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira