Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 20:21 Donald Trump undirritaði tilskipunina í gær. vísir/epa Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42
Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent