Aron um hugmyndir Kristjáns: Vanvirðing að gefa leikmönnum landsliðssæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 09:00 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Visir Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Aron Pálmarsson er algjörlega ósammála hugmyndum Kristjáns Arasonar um landsliðið en hann vill fá unga leikmenn inn í liðið í stað þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnórs Atlasonar, Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Kára Kristjáns Kristjánssonar. Sjá einnig: Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján sagði að nú væri tími til að byggja upp nýtt lið og kallaði það „liðið hans Arons Pálmarssonar“. Aron ræddi við Fréttablaðið í dag um frammistöðu Íslands á HM og þó svo að hún hafi ekki verið gallalaus telur hann margt gott við framtíðarhorfur liðsins og þá stefnu sem Geir Sveinsson hefur markað fyrir liðið. Sjá einnig: Aron: Erum sjálfum okkur verstir í slæma kaflanum „Ég skil hvað Kristján var að segja en er algjörlega óssmála því,“ sagði Aron en Kristján nefndi í áðurnefndu viðtali nokkur nöfn ungra leikmanna sem hann telur að ættu að fá tækifæri með landsliðinu.Þekkti ekki öll nöfnin „Nú fylgist ég ef til vill ekki nægilega vel með íslenska boltanum en ég þekkti ekki öll nöfni sem hann nefndi. En eftir að hafa aflað mér upplýsinga eru þetta í sumum tilvikum 17-18 ára strákar,“ segir Aron. „Ég er ekki sammála því að það eigi að henda út fjórum lykilmönnum úr landsliðinu og gefa mönnum sem eru með í mesta lagi eins árs reynslu úr Olísdeildinni tækifæri í landsliðinu.“ „Þetta eru efnilegir strákar og framtíðarmenn. En það er allt öðruvísi að spila í úrvalsdeildinni hér heima og koma svo inn í landsliðið og spila á stórmótum.“Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/anton brinkSkrýtin spekin Kristján sagi að það þyrfti að færa fórnir til að byggja upp nýtt landslið. Ungt lið ætti að æfa saman eins oft og mögulegt er og þá meira en aðrar þjóðir. „Sumarfríin verða styttri en það er okkar styrkleiki að þessir strákar eru flestir hérna á höfuðborgarsvæðinu og geta því æft án þess að þurfa að búa á hótelum,“ sagði Kristján meðal annars. „Það á ekki að rétta þessum strákum landsliðssæti upp í hendurnar og gefa því þrjú ár að byggja upp nýtt landslið,“ segir Aron. „Þetta er skrýtin speki. Menn verða að byrja að standa sig heima, verða yfirburðamenn þar og þá byrja þeir að banka á landsliðsdyrnar. Þannig hefur þetta verið fyrir alla aðra.“ „Það er klárlega hægt að taka einn og einn með á landsliðsæfingar en það á ekki að henda út reyndum mönnum fyrir þá. Það væri vanvirðing við landsliðið að rétta þeim landsliðssæti á silfurfati.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira