Trump forseti stendur í ströngu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2017 07:00 Donald Trump undirritaði fjórar tilskipanir til stjórnvalda á miðvikudaginn, meðal annars um herta landamæragæslu og löggæslu innan Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira