Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. Vísir/Loftmyndir ehf. Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent