Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Grjótið úr hafnargarðinum bíður enn úti á Granda. vísir/gva „Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira