Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2017 18:15 Sverre Jakobsson vill að Tomas Olason (efri) og Stephen Nielsen (neðri) fái tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm/hanna/stefán Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira