Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Snærós Sindradóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga upp úr hádegi í gær. Nú er reynt að reikna út hvar hún var látin í sjóinn. Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson „Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent