Fólkið sem leitaði í dag: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. janúar 2017 20:30 Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Yfir 500 manns víðsvegar af landinu komu að leitinni að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í dag. Svo gott sem allt Suðvesturhornið var undir en leitinni var alls deilt niður í um 2000 verkefni og var um helmingi þeirra lokið í dag. Leit dagsins var stöðvuð nú um klukkan 20 og verður framhaldið á morgun. Björgunarsveitar fólk byrjaði að streyma að húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar um klukkan 8 í morgun en þar er miðstöð leitarmanna yfir helgina. Hópur sjálfboðaliða sá til þessa að leitarfólk lagði ekki svangt af stað út í daginn. „Okkar hlutverk er að sjá til þess að fólk fái að borða og við höfum aflað matar hjá fyrirtækjum hjá öðrum. Það hafa allir verið mjög almennilegir og góðir við okkur og gefið okkur mikinn mat,“ segir Sigurbjörg Hilmarsdóttir hjá Slysavarnardeildinni Hraunprýði sem passaði ásamt öðrum upp á að heitt var á könnunni allan daginn. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni í dag var Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, en hún og leitarhundur hennar eru í hundabjörgunarsveit Íslands.Þverskurður þjóðarinnar „Landsbjörg er náttúrulega sjálboðaliðahreyfing og hér er fólk úr öllum stigum og stéttum samfélagsins og þannig á Landsbjörg að vera. Hér eru fyrrverandi alþingismenn, hér eru vélfræðingar, bifvélavirkjar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Á svona stundu þá sameinast þessi hópur, þetta er þverskurður þjóðarinnar. Þannig er Landsbjörg uppbyggð og þannig á hún að vera,“ segir Ólína. Sumir ferðuðust jafnvel langa leið til að taka þátt í leitinni, til að mynda Teitur Magnússon frá Björgunarsveit Ísafjarðar.Íris Marelsdóttir„Við reynum að leggja kapp á það að aðstoða þegar hægt er,“ sagði Teitur. Allir sem gátu reyndu að svara kallinu. Íris Marelsdóttir úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi mætti með börnum og tengdabörnum.Sjá einnig: Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag „Nú eru allir kallaðir út, allt baklandið, og eins og fyrir mig þá fer ég ekki af stað fyrr en allir eru búnir að leita í nokkra daga. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að nú rennur mér bara blóðið til skyldunnar. Að mæta og gera eitthvað gagn.“ Hópnum var skipt upp enda leitarsvæðið stórt, allt frá Selfossi til Borgarness. Fréttastofan slóst í hóp með björgunarsveitarmönnum að norðan sem sögðu að leitarskilyrði hafi bara verið fín í dag, þrátt fyrir rigningu. Þeir voru sendir að Hvaleyrarvatni en frægt er orðið þegar lögreglan var send þangað eftir háværan orðróm á samfélagsmiðlum.Sjá einnig: Lögreglan sendir fulltrúa aftur að Hvaleyrarvatni til að bregðast við háværum orðrómiÞað var margt um manninn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í morgunvísirÞakklátur þjóðarhjartanu Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir leitaraðgerð dagsins hafa gengið „alveg afskaplega vel“ sem rekja má til góðs skipulags undanfarinna daga. „Það var lagt upp með um 2000 verkefni fyrir leitarhópana og það er eitthvað um 50% sem er lokið nú þegar.“ Hann segir ýmislegt hafa fundist í dag - ekkert sem hægt er þó að tengja hvarfi Birnu. Hann þakkar velvilja þjóðarinnar sem meðal annars hefur birst í veglegum matar- og aðfangagjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum landsins. „Þetta er mál sem er í raun mál þjóðarinnar, þjóðarhjartað slær í okkar takti. Við höfum sannarlega fundið fyrir þessu og þökkum kærlega fyrir allan stuðning og alla aðstoð sem við höfum fengið. Það er alveg ómetanlegt,“ segir Þorsteinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtölin og svipmyndir af vettvangi, sem og hvernig var um að litast í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira